Erlent

Forseti Armeníu fagnar ályktun Bandaríkjaþings

Robert Kocharian forseti Armeníu.
Robert Kocharian forseti Armeníu. MYND/AP
Forseti Armeníu fagnar ályktun Bandaríkjaþings um að skilgreina fjöldamorð Ottoman Tyrkja á Armenum sem þjóðarrmorð. Allt að ein og hálf milljón Armana voru drepnir í morðunum sem fræðimenn skilgreina sem fyrstu þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar. Tyrkir hafa neitað að morðin hafi jafnast á við þjóðarmorð og segja fjölda látinna ýktan. Þeir halda því einnig fram að hinir látnu hafi drepist af völdum borgarastríðs og átaka í landinu. Robert Kocharian forseti Armeníu fundaði í dag með Javier Solana utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Solana hvatti forsetann til að reyna að ná sáttum við Tyrki. Eftir fundinn sagði Kocharian að Tyrkir ættu að taka þátt í viðræðum við Armena um samskipti landanna. Hann bætti við að stjórnvöld í Ankara hefðu engan rétt á að stjórna því hvort þjóðir heims kysu að viðurkenna morðin sem þjóðarmorð. Hann sagði engan vafa á því sem gerðist í Tyrklandi árið 1915 og sagði að Tyrkir afneituðu staðreyndum sögunnar. Þeir gætu ekki ætlast til að aðrar þjóðir gerðu það líka. Tyrkneska ríkisstjórnin ræðir nú möguleikann á að leyfa aðgerðir yfir landamærin til Armeníu til að stöðva árásir uppreisnarmanna Kúrda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×