Erlent

Kate og Gerry McCann: Stuðningur almennings ómetanlegur

Kate og Gerry McCann segja að mikill stuðningur almennings hafi hjálpað þeim í gegn um erfiðustu tímabil síðustu mánaða. The Sun birti í dag fyrsta ítarlega viðtalið við foreldra Madelaine McCann eftir að þau fengu réttarstöðu grunaða í Portúgal.

"Stundum hafa komið dagar sem, ef ég var ekki að gráta út af Maddie litlu, þá hef ég grátið yfir öllum bréfunum sem fók hefur skrifað til að styðja við okkur. Þessi bréf og þessi stuðningur hefur verið ómetanlegur," segir Kate McCann, móðir Madelaine í viðtalinu.

Gerry McCann, faðir Madelaine, sagði að í langan tíma hefði pósturinn sem hjónunum hefði borist verið mældur í bílförmum.

Þau segja bæði að þeim sárni hve miklu kastljósi sé beint að þeim. Þau vilji að fólk einbeiti sér frekar að leitinni að Madelaine litlu sem þau trúa bæði að enn sé á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×