Erlent

Jarðskjálfti í Indónesíu

Afleiðingar skjálfta sem gekk yfir Indónesíu í síðasta mánuði.
Afleiðingar skjálfta sem gekk yfir Indónesíu í síðasta mánuði. MYND/AFP

Jarðskjálfti upp á 5,6 á Richter skók Lombokeyju í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans voru á hafsbotni um 152 kílómetra fyrir norðaustan Mataram hérað í mið Indónesíu.

Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast í skjálftanum né hvort tjón hafi orðið á eignum. Í gær gekk skjálfti upp á 6 Richter yfir Aceh hérað í norðurhluta Indónesíu. Engan sakaði heldur í þeim skjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×