Erlent

Búlgarar veita Sarkozy heiðursorðu

Nicolas Sarkozy,  forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. MYND/AP

Búlgörsk stjórnvöld veittu í dag Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, æðstu heiðursorðu landsins vegna þátttöku hans í lausn búlgarskra heilbrigðisstarfsmanna sem voru haldi í Líbýu. Sarkozy er nú í opinberri heimsókn í Búlgaríu.

Heilbrigðisstarfsmennirnir sex, þar af fimm búlgarskar hjúkrunarkonur, sátu í fangelsi í Líbýu í átta ár eftir að þau voru fundin sek um að hafa vísvitandi sýkt yfir 400 líbýsk börn af alnæmi. Fólkinu var sleppt úr haldi í síðastliðnum júlímánuði eftir að samkomulag náðist milli stjórnvalda í Búlgaríu og Líbýu. Evrópusambandið með Nicolas Sarkozy í fararbroddi studdi Búlgaríu við lausn málsins.

Ekki voru allir sáttir við aðkomu Sarkozy að málinu. Telja sumir embættismenn innan Evrópusambandsins að hann hafi vísvitandi stolið heiðrinum á lokasprettinum eftir að sambandið var búið að vinna að lausn málsins í meira en þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×