Erlent

Eþíópíumenn styrkja friðargæslu í Darfúr

Friðargæsluliði á vegum Afríkusambandsins í Darfúr.
Friðargæsluliði á vegum Afríkusambandsins í Darfúr. MYND/AP

Stjórnvöld í Eþíópíu hafa samþykkt að leggja til fimm þúsund hermenn í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins sem senda á til Darfúr-héraðs í Súdan. Von er á allt að 26 þúsund friðargæsluliðum til héraðsins en þar eru fyrir um sjö þúsund hermenn á vegum Afríkusambandsins.

Í gær greindu franskir embættismenn frá því að þrjú þúsund manna evrópskt friðargæslulið kunni að verða sent til grannlanda Darfúr-héraðs í Súdan á næstu vikum.

Talið er að allt að 200 þúsund manns hafi látist í átökunum í Darfúr-héraði. Um síðustu helgi var ráðist á friðargæsluliða Afríkusambandsins í héraðinu með þeim afleiðingum að tíu féllu og tíu særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×