Erlent

Bhutto bjartsýn á völd í Pakistan

Benazir Bhutto á blaðamannafundi í London í dag.
Benazir Bhutto á blaðamannafundi í London í dag.

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segist bjartsýn á að ná samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að þau muni deila völdum í landinu. Bhutto sagði á blaðamannafundi í London að komist hefði á samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur henni um spillingu.

Flokkur hennar mun ekki sitja hjá í kosninngu á þingi um val forseta næstkomandi laugardag, en búist er við að Musharraf verði endurkjörinn í forsetaembættið. Bhutto segir að hún muni snúa aftur til Pakistan 18. október og hefja kosningabaráttu fyrir almennar kosningar í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×