Erlent

Sjö þúsund svipuhögg fyrir samkynhneigð

Sádí Arabísk lög byggja á kennisetningum Kóransins.
Sádí Arabísk lög byggja á kennisetningum Kóransins. MYND/AFP

Dómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi í dag tvo samkynhneigða menn til að þola sjö þúsund svipuhögg vegna kynhneigðar sinnar. Mönnunum verður ekki gert að taka alla refsinguna út einu heldur verður henni skipt niður yfir ákveðið tímabil.

Samkynhneigð er ólögleg í Sádí-Arabíu en lögin eru byggð á hinum svokallaða Shari lagabálki sem styðst meðal annars við kennisetningar Kóransins. Þá var einn maður dæmdur í dag til að þola 450 svipuhögg eftir að upp komst að hann hafði notað ólögleg fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×