Erlent

Forseti Venezuela reynir að fá 45 gísla lausa

Chavez vill fá 45 gísla lausa.
Chavez vill fá 45 gísla lausa.

Samningafundi sem Hugo Chaves forseti Venezuela hugðist eiga með kólumbískum uppreisnarmönnum úr Farc hópnum þann áttunda október næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Chavez forseti hafði vonast til þess að geta samið um að Farc sleppti 45 gíslum ef forsetinn léti lausa 500 uppreisnarmenn. Sáttasemjari segir hins vegar að enn eigi eftir að semja um mikilvæg atriði varðandi lausn fangana. Á meðal þeirra sem Chavez vill fá lausa eru stjórnmálamenn, hermenn og þrír óbreyttir bandarískir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×