Fótbolti

Keflavík sigraði KR, 1-2

Guðmundur Steingrímsson kom Keflvíkingum yfir
Guðmundur Steingrímsson kom Keflvíkingum yfir

Keflavík bar sigurorð af KR í lokaleik fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Lokastaðan var 1-2 Keflavík í vil. Þrátt fyrir að KR-ingar hafi átt nokkrar góðar atlögur að marki Keflvíkinga voru Keflvíkingarnir ívið sterkari megnið af leiknum og áttu sigurinn verðskuldaðan. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á heimavelli KR í Frostaskjóli.

 

Framvinda leiksins var á þessa leið:

Bæði lið mæta spræk til leiks og eiga nokkur góð skot að marki hvors annars.

0-1 Á 39. mínútu er dæmd vítaspyrna þegar Pétur Hafliði Marteinsson, KR-ingur, brýtur á Magnúsi S. Þorsteinssyni hjá Keflavík í vítateig KR. Guðmundur Steinarsson fer á punktinn og skoraði af öryggi.

KR-ingar koma sterkari til leiks í síðari hálfleik og eiga nokkrar góðar sóknir.

0-2 Á 61. mínútu bæta Keflvíkingar við glæsilegu marki. Símun Samuelsen skýtur viðstöðulaust að marki eftir frábæra sendingu frá Marco Kotilainen.

Gunnlaugur Jónsson hjá KR fær gula spjaldið á 67. mínútu fyrir brot á Símun Samuelsen.

Gult spjald á Atla Jóhannsson á 73 mínútu fyrir að slá Keflvíkinginn Marco Kotilainens. - KR-ingar voru grófari í leiknum. Á 77 mínútu hafði verið dæmt 14 sinnum á KR-inga en átta sinnum á Keflvíkinga.

1-2 Á 82. mínútu skorar Björgólfur Takefusa fyrir KR með skalla.

Flautað er til leiksloka eftir fjögurra mínútna viðbótartíma.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×