Farið langt fram úr mínum björtustu vonum 25. júní 2007 00:01 Garðar Gunnlaugsson Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira