Enski boltinn

Domenech orðinn þreyttur á Wenger

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka
Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka

Raymond Domenech landsliðsþjálfari Frakka, segist vera orðinn afar þreyttur á athugasemdum landa síns og kollega Arsene Wenger hjá Arsenal. Wenger sagði í vikunni að það væri franska landsliðinu að kenna að Thierry Henry hafi aldrei náð sér á strik í vetur vegna meiðsla.

"Ég er orðinn alvarlega þreyttur á athugasemdum Wenger. Hann er ekki alvitur og hann er ekki eini maðurinn sem á rétt á því að fá að starfa í knattspyrnuheiminum. Meira að segja Michel Platini sagði á dögunum að ummæli hans vegna Henry væru asnaleg. Wenger heldur því fram að leikur sem Henry spilaði í ágúst útskýri meiðsli hans í mars. Við erum með hreina samvisku, því við tökum aldrei áhættu með líkamlegt ástand leikmanna franska landsliðsins," sagði Domenech.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×