Erlent

Kínverjar halda áfram með eigin GSP-kerfi

Kínverjar skutu í gær á loft fjórða gervihnettinum fyrir GPS-leiðsögukerfi sitt. Kostnaður við þetta er gríðarlegur og það er þegar til alþjóðlegt gervihnattaleiðsögukerfi.

Það kerfi er hins vegar í eigu Bandaríkjamanna og Kínverjar treysta sér ekki til þess að vera upp á þá komnir. Evrópusambandið er einnig að þróa sitt gervihnattakerfi og Kínverjar hafa fjárfest í því.

Þeir hafa einnig talað um að taka þátt í að þróa kerfi sem Rússar eru að koma sér upp. Geimskot Kínverja í gær tókst vel og hnötturinn komst örugglega á braut um jörðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×