Erlent

Meintur sprengjumaður slapp frá lögreglu

Rashid Rauf slapp frá lögreglu
Rashid Rauf slapp frá lögreglu

Lögreglan í Pakistan lýsti í dag eftir manni sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um að sprengja upp flugvél eftir að hann slapp úr haldi lögreglunnar.

Rashid Rauf slapp eftir að hann mætti til réttarhalds í Pakistan í gær. Lögreglan verst þó allra frétta af því hvernig maðurinn slapp. Fjölmiðlar hafa þó sagt að maðurinn hafi rifið af sér handjárn og lagt á flótta eftir réttarhöldin. Tveir lögreglumenn sem fylgdu manninum hafa verið handteknir og yfirheyrðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×