Erlent

Semja um viðskiptabann

Mahmoud Ahmendinejad forseti Írans
Mahmoud Ahmendinejad forseti Írans AP

Vel þokast í átt að samkomulagi í viðræðum sex stórvelda, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands um fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir á Íran. Þvingununum er ætlað að setja aukinn þrýsting á Íransstjórn að hætta framleiðslu kjarnorku.

Drög að ályktun fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gætu legið fyrir snemma í næstu viku en viðræður þjóðanna halda áfram á morgun. Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar staðfestu fyrir rúmri viku að Íranir væru enn að auðga úran þrátt fyrir ályktanir Öryggisráðsins um að þeim væri það óheimilt og að frestur til að hætta því væri runninn út.

Ahamdinejad forseti Íran hefur þvertekið fyrir það ítrekað að stjórnvöld í Teheran muni láta af áætlunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×