Erlent

Drápu hval með vélbyssu

Indjánar úr Makah ættbálknum mótmæla banni gegn veiðum á sandlægjum.
Indjánar úr Makah ættbálknum mótmæla banni gegn veiðum á sandlægjum. MYND/AFP

Bandaríska strandgæslan hefur í sínu haldi fimm indjána af Makah ættbálknum í Washingtonfylki en mennirnir eru grunaðir um að hafa drepið hval með því að skutla hann og skjóta með vélbyssu. Að mati strandgæslunnar falla þær aðferðir sem notaðar voru til að drepa hvalinn ekki undir hinar svokölluðu frumbyggjaveiðar.

Hvalurinn,sem er sandlægja, drapst rúmum sólarhring eftir að hann var skutlaður og skotinn. Rannsóknir benda til þess að hann hafi verið skotinn með .50 kalibera vélbyssu.

Makah ættbálkurinn hefur rétt á veiða hvali með vísan í hinar svokölluðu frumbyggjaveiðar. Kvótar vegna þeirra eru gefnir út á menningarlegum forsendum til ættbálka þar sem löng hefð er fyrir hvalveiðum. Ættbálkurinn hefur þó ekki leyfi til að veiða sandlægjur.

Makah ættbálkurinn hefur lengi barist fyrir því að fá að veiða fimm sandlægjur á ári við strendur Bandaríkjanna. Hingað til hefur þeim ekki tekist að fá það í gegn hjá bandarískum stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×