Innlent

Lögreglan leysir upp unglingapartý

Kalla þurfti á aðstoð lögreglu til að leysa upp unglingagleðskap í skýli í Nauthólsvík um klukkan hálf tvö í nótt. Að sögn lögreglunnar voru þar um eitt hundrað ungmenni samankomin.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gekk vel að leysa upp gleðskapinn og fóru ungmennin að tilmælum lögreglunnar.

Þá var lögreglan einnig kölluð að íbúð í Hafnarfirði um miðnætti. Þar voru samankomin um 50 ungmenn og réð sá sem gleðskapinn hélt ekki við neitt. Búið var að skemma innanstokksmuni og höfðu nágrannar kvartað vegna hávaða. Lögreglan kom fyrst um klukkan hálf tólf og aftur klukkan hálf eitt.

Í fyrstu stóðu ungmennin fyrir utan húsið eftir að búið var að leysa upp gleðskapinn innandyra. Að lokum fóru þau með góðu að sögn lögreglunnar. Foreldrar drengsins, sem hélt gleðskapinn, voru erlendis en lögreglan gerði þeim viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×