Erlent

Flóðin í Indónesíu versna enn

AP

Enn er allt á floti í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Stjórnvöld viðurkenna að slæmu skipulagi borgarinnar sé um að kenna hversu illa hefur farið.

Það rigndi eins og hellt væri úr fötu í Jakarta höfuðborg Indónesíu í nótt og því hefur vatnsborðið í borginni aftur hækkað en flóðin sem hófust fyrir síðustu helgi virtust í gær vera í rénun.

Vatnsborðið hækkaði í sumum borgarhlutum um allt að metra. Yfirvöld í Jakarta viðurkenna nú að ástæðan fyrir því hversu illa er komið fyrir borginni núna sé slæmt skipulag en undanfarin ár hafa verið byggðar verslanamiðstöðvar á svæðum sem hafa verið vatnsgildrur, lagnakerfið undir borginni sé lélegt og tré hafa verið höggvin í skógum í nágrenni borgarinar.

Meira en 200 þúsund íbúar borgarinnar eru nú heimilislausir vegna flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×