Erlent

Ætluðu að sprengja upp menntaskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmargir hafa látist og særst í árásum í menntaskólum á liðnum árum.
Fjölmargir hafa látist og særst í árásum í menntaskólum á liðnum árum. Mynd/ AFP
Lögreglan á Long Island ákærði í dag tvo unglinga, 15 og 17 ára gamla, grunaða um að hafa lagt á ráðin um árásir á starfsfólk og nemendur í menntaskóla í Bohemia, New York. Fyrirætlunum drengjanna var lýst í blaði sem fannst á bílastæði við McDonalds skyndibitastað. Drengirnir unnu á skyndibitastaðnum. Blaðið var afhent skólayfirvöldunum þann 6. júlí.

Richard Dormer, lögreglustjóri í Suffolk, sagði að í blaðinu væri það ítarlega skýrt hvernig mætti skjóta samnemendur og tendra heimagerða sprengju. Lögreglan sagði jafnframt að leit í tölvu hins 15 ára gamla hefði leitt í ljós að hann hefði gert fjölmargar tilraunir til að nálgast vopn á netinu. Svo sem Uzi byssur og sprengjuduft.

 

Lögreglan segir að sá 15 ára gamli sé höfuðpaur málsins. Hann hafði verið rekinn frá Bohemia skólanum. Sá eldri gengur í menntaskóla í Long Island. Hann er talinn hafa ætlað að hjálpa til við árásirnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×