Enski boltinn

Umboðsmaður: Ljungberg spilar ekki með öðru liði á Englandi

NordicPhotos/GettyImages

Freddie Ljungberg, miðjumaður Arsenal, fer ekki til annars liðs í Úrvalsdeildinni samkvæmt umboðsmanni hans, Claes Elefalk. Allt lítur út fyrir að leikmaðurinn sé á förum frá Arsenal í sumar og hafa lið Manchester City og Sunderland verið orðuð við leikmanninn.

„Ég hef ekki talað við Freddie um þetta nýlega, en hann hefur sagt áður að hann muni aldrei leika með öðru liði í úrvalsdeildinni vegna virðingar við Arsenal og aðdáendur klúbbsins," sagði Elefalk.

Fiorentina hefur áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. „Arsenal vill meiri pening fyrir leikmanninn en það sem Fiorentina hefur boðið," bætti Elefalk við. „Ef að liðin ná samkomulagi munum við hefja samningsviðræður. Við erum ekki komnir á það stig eins og er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×