Erlent

Ætla að kenna breskum ungmennum mandarín og urdu

MYND/Reuters

Breskum táningum verður boðið upp á læra tungumálin mandarín og urdu til jafns við frönsku og þýsku samkvæmt nýjum hugmyndum breskra menntamálayfirvalda.

Ætlunin er að veita menntaskólum aukið frelsi í tungumálakennslu en dregið hefur úr áhuga ungmenna á tungumálum eftir að tungumál urðu að valgreinum í breskum skólum frá fjórtán ára aldri nemenda. Með kennslu í mandarín og urdu meðal annars vilja bresk yfirvöld tryggja það að leiðtogar framtíðarinnar í viðskiptum geti nýtt sér góð tækifæri verða til í bæði Kína og á Indlandi í kjölfar alþjóðavæðingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×