George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála.
Bush kynnir fjárlagafrumvarp sitt annað kvöld en í vikulegu útvarpsávarpi sínu í gærkvöld sagði hann að á stríðstímum verði að skera niður útgjöld á öðrum sviðum en til varnarmála. Hann kjvaðst ennfremur búast við því að árið 2012 tækist að ná hallalausum fjárlögum, án þess þó að hækka skatta.