Erlent

Ban í óvænta heimsókn til Bagdad

Getty Images

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna kom í morgun í óvænta heimsókn til Bagdad, höfuðborgar Írak. Hann er þangað kominn til að ræða við Nuri al-Maliki, forsætisráðherra á græna svæðinu svokallaða. Í síðustu viku kynnti Ban fimm ára áætlun til friðar og uppbyggingar í Írak.

Svo vill til að í dag hafa ráðamenn í Írak fundað með leiðtogum uppreisnarhópa til að reyna að fá þá til að leggja niður vopn. Ahmed Shibani, einn helsti samstarfsmaður múslimaklerksins Moqtada al Sadr, sem er leiðtogi eins uppreisnarhóps landsins, hitti Maliki í dag í þessum tilgangi. Hann var nýverið látinn laus úr fangelsi og litið er á það sem útrétta sáttahönd Íraksstjórnar til hersveita al-Sadr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×