Erlent

Komu Felix beðið

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í Mið Ameríku í nótt og biðu komu felllibyljarins Felix. Um fimmtán þúsund manns komast hvorki lönd né strönd vegna skorts á eldsneyti og verða því að bíða storminn af sér á heimilum sínum.





Búist er við að Felix skelli af fullum þunga á Honduras og Nikaragva þegar líður á morguninn. Hann er nú fjórða stigs fellibylur og hefur því veikst nokkuð síðustu klukkustundir, en vindhraði er enn allt að 215 kílómetrum á klukkustund. Felix þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap tíu þúsund manns í Mið -Ameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni.

Hundruðir ferðamanna voru fluttir inn á meginlandið frá strandbæjum í Hondúras í gær. Þá unnu björgunarmenn að því að ferja innfædda miskito indjána út úr strjálbílum strandsvæðum nálægt landamærum Níkaragva.

Fjórða stigs fellibyljir eru sjaldgæfir og geta valdið gríðarlegu eignatjóni, og miklum flóðum. Fellibylurinn Katrina var á þriðja stigi þegar hann skall á land í New Orleans árið 2005, en hundraða milljarða eignatjón varð í honum og rúmlega átján hundruð manns létust.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×