Vopn og fíkniefni fundust hjá Fáfnismönnum 1. nóvember 2007 19:47 Jón Trausti Lúthersson meðlimur Fáfnissamtakanna var einn þeirra handteknu í dag. Myndin er síðan hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir nokkrum árum. Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóra á Suðurnesjum en Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti við Vísi að húsleitin tengdist fíkniefnamáli. „Lögreglan á Suðurnesjum fékk úrskurð um húsleit og við vorum bara að aðstoða þá, ég veit ekkert meira, " sagði Hörður Jóhannesson um málið. Vísir hefur heimildir fyrir því að von sé á komu nokkurra meðlima Hells Angels hingað til lands um helgina. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að samtökin héldu upp á 11 ára afmæli um þessar mundir og von væri á 18 meðlimum Hells Angesl samtakanna tengdu því. Einnig kom fram að mikill viðbúnaður væri í Leifsstöð af þessum sökum og meðal annars yrðu allir tollverðir stöðvarinnar á vakt nú um helgina. Flugstöðinni væri nánast haldið í herkví. Enn fremur hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan hér á landi hafi fengið vísbendingar frá kollegum sínum í Danmörku um að Fáfnir hafi áætlanir um og hafi í langan tíma reynt að verða viðurkennd samtök innan Hells Angels, en þær áætlanir séu ekki gengnar í gegn. Hells Angels eru talin ein hættulegustu glæpasamtök á norðurlöndum. Ef áform Fáfnismanna um að gerast viðurkenndir meðlimir Hells Angels ganga í gegn er komin upp sú staða að alþjóðleg glæpasamtök eru komin með útibú hér á landi. „Þetta er bölvuð vitleysa, þeir fá ekki einu sinni að koma hingað til lands. Ég segi nú bara eins og Ólafur í næturvaktinni; þurfum við eitthvað að ræða þetta," sagði Sverrir Þór Einarsson einn meðlima klúbbsins í samtali við Vísi aðspurður um komu Hells Angels manna. Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum." Upptöku af því þegar Víkingasveitin réðst inn í klúbbhúsið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóra á Suðurnesjum en Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti við Vísi að húsleitin tengdist fíkniefnamáli. „Lögreglan á Suðurnesjum fékk úrskurð um húsleit og við vorum bara að aðstoða þá, ég veit ekkert meira, " sagði Hörður Jóhannesson um málið. Vísir hefur heimildir fyrir því að von sé á komu nokkurra meðlima Hells Angels hingað til lands um helgina. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að samtökin héldu upp á 11 ára afmæli um þessar mundir og von væri á 18 meðlimum Hells Angesl samtakanna tengdu því. Einnig kom fram að mikill viðbúnaður væri í Leifsstöð af þessum sökum og meðal annars yrðu allir tollverðir stöðvarinnar á vakt nú um helgina. Flugstöðinni væri nánast haldið í herkví. Enn fremur hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan hér á landi hafi fengið vísbendingar frá kollegum sínum í Danmörku um að Fáfnir hafi áætlanir um og hafi í langan tíma reynt að verða viðurkennd samtök innan Hells Angels, en þær áætlanir séu ekki gengnar í gegn. Hells Angels eru talin ein hættulegustu glæpasamtök á norðurlöndum. Ef áform Fáfnismanna um að gerast viðurkenndir meðlimir Hells Angels ganga í gegn er komin upp sú staða að alþjóðleg glæpasamtök eru komin með útibú hér á landi. „Þetta er bölvuð vitleysa, þeir fá ekki einu sinni að koma hingað til lands. Ég segi nú bara eins og Ólafur í næturvaktinni; þurfum við eitthvað að ræða þetta," sagði Sverrir Þór Einarsson einn meðlima klúbbsins í samtali við Vísi aðspurður um komu Hells Angels manna. Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum." Upptöku af því þegar Víkingasveitin réðst inn í klúbbhúsið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06