Innlent

Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb

Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni.

Um tuttugu sérsveitamenn, gráir fyrir járnum, réðust inn í klúbbhúsið sem er á horni Hverfisgötu og Frakkastígs klukkan 16:15 í dag. Þar inni var Jón Trausti Lúthersson, einn forsprakka klúbbsins auk annars manns og voru þeir báðir handteknir.

Eftir að lögreglan hafði ráðist inn í húsið komu á vettvang fjölmargir rannsóknarlögreglumenn. Þá voru fíkniefnahundar einnig leiddir inn í húsið.

Heimildir Vísis herma að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns lögreglunnar um að von sé á félögum úr bifhjólasamtökunum Hells Angels til landsins. Grunur leikur á að Fáfnir sé í tengslum við Hells Angels, sem eru á lista yfir hættulegustu glæpasamtök Norðurlanda.

Það hefur rennt stoðum undir þennan grun að undanfarna daga hafa töluverðar framkvæmdir verið við klúbbhúsið. Braggi hefur verið reistur þar fyrir utan og öryggisgirðingar styrktar.

Þá hefur öflugu öryggishliði verið komið þar fyrir og lóðin utan um klúbbhús Fáfnismanna því rammgirt.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögreglan tvisar ráðist til inngöngu í húsiið. Fyrst í desember í fyrra og aftur í sumar.

Þar að auki hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan hafi komið fyrir leynilegum eftirlitsmyndavélum til þess að fylgjast með ferðum til og frá klúbbhúsinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×