Vopn og fíkniefni fundust hjá Fáfnismönnum 1. nóvember 2007 19:47 Jón Trausti Lúthersson meðlimur Fáfnissamtakanna var einn þeirra handteknu í dag. Myndin er síðan hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir nokkrum árum. Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóra á Suðurnesjum en Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti við Vísi að húsleitin tengdist fíkniefnamáli. „Lögreglan á Suðurnesjum fékk úrskurð um húsleit og við vorum bara að aðstoða þá, ég veit ekkert meira, " sagði Hörður Jóhannesson um málið. Vísir hefur heimildir fyrir því að von sé á komu nokkurra meðlima Hells Angels hingað til lands um helgina. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að samtökin héldu upp á 11 ára afmæli um þessar mundir og von væri á 18 meðlimum Hells Angesl samtakanna tengdu því. Einnig kom fram að mikill viðbúnaður væri í Leifsstöð af þessum sökum og meðal annars yrðu allir tollverðir stöðvarinnar á vakt nú um helgina. Flugstöðinni væri nánast haldið í herkví. Enn fremur hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan hér á landi hafi fengið vísbendingar frá kollegum sínum í Danmörku um að Fáfnir hafi áætlanir um og hafi í langan tíma reynt að verða viðurkennd samtök innan Hells Angels, en þær áætlanir séu ekki gengnar í gegn. Hells Angels eru talin ein hættulegustu glæpasamtök á norðurlöndum. Ef áform Fáfnismanna um að gerast viðurkenndir meðlimir Hells Angels ganga í gegn er komin upp sú staða að alþjóðleg glæpasamtök eru komin með útibú hér á landi. „Þetta er bölvuð vitleysa, þeir fá ekki einu sinni að koma hingað til lands. Ég segi nú bara eins og Ólafur í næturvaktinni; þurfum við eitthvað að ræða þetta," sagði Sverrir Þór Einarsson einn meðlima klúbbsins í samtali við Vísi aðspurður um komu Hells Angels manna. Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum." Upptöku af því þegar Víkingasveitin réðst inn í klúbbhúsið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóra á Suðurnesjum en Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti við Vísi að húsleitin tengdist fíkniefnamáli. „Lögreglan á Suðurnesjum fékk úrskurð um húsleit og við vorum bara að aðstoða þá, ég veit ekkert meira, " sagði Hörður Jóhannesson um málið. Vísir hefur heimildir fyrir því að von sé á komu nokkurra meðlima Hells Angels hingað til lands um helgina. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að samtökin héldu upp á 11 ára afmæli um þessar mundir og von væri á 18 meðlimum Hells Angesl samtakanna tengdu því. Einnig kom fram að mikill viðbúnaður væri í Leifsstöð af þessum sökum og meðal annars yrðu allir tollverðir stöðvarinnar á vakt nú um helgina. Flugstöðinni væri nánast haldið í herkví. Enn fremur hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan hér á landi hafi fengið vísbendingar frá kollegum sínum í Danmörku um að Fáfnir hafi áætlanir um og hafi í langan tíma reynt að verða viðurkennd samtök innan Hells Angels, en þær áætlanir séu ekki gengnar í gegn. Hells Angels eru talin ein hættulegustu glæpasamtök á norðurlöndum. Ef áform Fáfnismanna um að gerast viðurkenndir meðlimir Hells Angels ganga í gegn er komin upp sú staða að alþjóðleg glæpasamtök eru komin með útibú hér á landi. „Þetta er bölvuð vitleysa, þeir fá ekki einu sinni að koma hingað til lands. Ég segi nú bara eins og Ólafur í næturvaktinni; þurfum við eitthvað að ræða þetta," sagði Sverrir Þór Einarsson einn meðlima klúbbsins í samtali við Vísi aðspurður um komu Hells Angels manna. Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum." Upptöku af því þegar Víkingasveitin réðst inn í klúbbhúsið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06