Erlent

Chavez fjármagnar mynd um þrælauppreisn

Chavez og Glover eru hinir mestu mátar.
Chavez og Glover eru hinir mestu mátar. MYND/AFP

Þing Venezuela hefur samþykkt að styrkja bandaríska leikarann Danny Glover um 18 milljónir bandaríkjadala en hann vinnur nú að gerð myndar um þrælauppreisn á Haiti. Hugo Chavez forseti landsins segist vonast til þess að myndin nýtist sem vopn í baráttunni við bandaríska heimsvaldastefnu. Þeir Chavez og Glover eru vinit til margra ára og hefur leikarinn, sem líklega er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Lethal Weapon myndabálkinum, margsinnis lýst yfir stuðningi við stefnu Chavez.

Myndin verður einnig tekin í nýju kvikmyndaveri í nágrenni Caracas, höfuðborgar Venezuela, en hún fjallar um Toussaint Louverture, sem fór fyrir uppreisn þræla á Haiti á átjándu öld. Hann lést árið 1803, skömmu áður en fylgismenn hanns stofnuðu sjálfstætt ríki á eyjunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×