Fótbolti

Malouda bestur í Frakklandi

Florent Malouda var valinn bestur í Frakklandi í vetur, en hann hefur fengið leyfi til að yfirgefa Lyon í sumar. Fyrir skemmstu kvaðst hann hafa fengið tilboð sem hann gat ekki hafnað, en talið er að það hafi jafnvel verið frá Chelsea.
Florent Malouda var valinn bestur í Frakklandi í vetur, en hann hefur fengið leyfi til að yfirgefa Lyon í sumar. Fyrir skemmstu kvaðst hann hafa fengið tilboð sem hann gat ekki hafnað, en talið er að það hafi jafnvel verið frá Chelsea. MYND/Getty

Florent Malouda, leikmaður Lyon, hefur verið valinn besti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en það eru samtök leikmanna sem standa að hinu árlega kjöri. Gerard Houllier var valinn besti þjálfarinn.

Malouda att kappi við sænska framherjann Johan Elmander leikmann Toulouse, vængmanninn Abdul Kader Keita hjá Lille, og miðjumanninn Seydou Keita hjá Lens en vann kjörið með nokkrum yfirburðum. Malouda skoraði átta mörk í deildinni í vetur og átti stóran þátt í að Lyon vann meistaratitilinn sjötta árið í röð.

Þjálfari Lyon, Gerard Houllier, var valinn besti þjálfarinn og Samir Nasri, miðjumaður Marseille, fékk sérstök verðlaun frá Zinedine Zidane sem besti ungi leikmaðurinn.

"Svona verðlaun eru tilkomin vegna tilstilli leikmanna," sagði Houllier um verðlaunin sem hann hlaut fyrir að vera besti þjálfarinn. "Þjálfari nær aðeins að búa til gott lið ef hann hefur góða leikmenn," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×