Erlent

Fjórir látast í átökum á Gaza

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Palestínumenn koma saman í Gasaborg til að þeirra sem létust í árásinni.
Palestínumenn koma saman í Gasaborg til að þeirra sem létust í árásinni. MYND/AFP

Fjórir meðlimir öfgasinnaðra íslamista voru drepnir í loftskeytaárásum Ísraela á norðurhluta Gasa. Ísraelski herinn segist hafa beint árásunum að Jabalya flóttamannabúðunum. Árásin fylgir í kjölfar hótana Ísraelsmanna um að auka árásir á herskáa íslamista í Gaza, en þeir gáfu ekki frekari viðvörun.

Áður höfðu Ísraelar ásakað íslamista um loftskeytaárásir á Ísrael.

Ísraelar grönduðu öfgamanni Hamas og skemmdu það sem þeir kalla aðstöðu fyrir vopna-námskeið.

Meira en 30 manns hafa látist á einni viku í árásunum. Margir hverjir óbreyttir borgarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×