Erlent

Ítalskir hermenn á leið heim frá Afganistan

Hoop Scheffer og Hamid Karzai á blaðamannafundi í dag
Hoop Scheffer og Hamid Karzai á blaðamannafundi í dag AP

Hamid Karzai forseti Afganistan hvetur Ítali til að draga ekki herlið sitt út úr landinu. Ítalska þingið hefur hinsvegar ákveðið að flytja alla tvöþúsund ítölsku hermennina sem eru í Afganistan heim. Karzai hefur undanfarna mánuði átt fullt í fangi með að berjast gegn uppreisnarhópum Talibana.

Jaap de Hoop Scheffer aðalritari NATO er í heimsókn í Afganistan og hann sagðist sannfærður um að ítölsku hermennirnir yrðu áfram, að Ítalir mundu ekki hlaupast undan sinni ábyrgð í Afganistan. Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu sagði af sér í gær vegna þess að þingið samþykkti ekki áætlanir hans í utanríkismálum og er pólitísk framtíð landsins í uppnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×