Erlent

Fundu fjölda vopna í íbúð í Amsterdam

Hollenska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið mann með bandarískt vegabréf eftir að fjölmargar byssur, handsprengjur og önnur vopn höfðu fundist í fórum hans.

Lögregla réðst til inngöngu í íbúð mannsins í Amsterdam á miðvikudag þar sem hann sat og horfði á sjónvarpið en þar fann hún meðal annars 12 skammbyssur, tvo Kalashnikov-riffla og kassa með 20 handsprengjum.

Talið er að maðurinn tengist harðri glæpaklíku sem teygi sig frá Hollandi til Englands og Jamaíku en klíkan er grunuð um aftökur og morðtilraunir í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×