Orkuveitan rukkar milljónir fyrir verk sem áður voru unnin án gjalds 11. september 2007 12:30 MYND/Hrönn Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir augljóst að stefnubreyting hafi orðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið. Hann segir fyrirtækið rukka ótæpilega fyrir verk sem áður var ekki rukkað fyrir. Hann tekur ný dæmi af Nýbýlavegi og Dalvegi þar sem Orkuveitan hafi farið fram á margar milljónir króna fyrir að færa til lagnir á þeirra vegum. Hann hefur óskað eftir fundi um málið við borgarstjóra Reykjavíkur.Gunnar segir málið ekki snúast um gjaldskrá Orkuveitunnar en upplýsingafulltrúi OR hefur sagt í fjölmiðlum að hann skilji ekki hvað bæjarstjórinn eigi við þar sem engar gjaldskrárbreytingar hafi verið gerðar. „Þetta mál snýst ekki um gjaldskránna heldur hvað það kostar að fá fyrirtækið til þess að færa til strengi sem þarf að flytja úr stað," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi þetta verið gert án endurgjalds nema um stórar aðgerðir hafi verið að ræða. „Undanfarið hefur það hins vegar verið þannig að þegar við biðjum um færslu á strengjum til þess að þeir lendi ekki undir þegar verið er að leggja nýja vegi, þá krefjast þeir stórra upphæða fyrir viðvikið." Gunnar segist ekki vilja nefna nákvæmar tölur í þessu sambandi en hann segir að um margar milljónir sé að ræða.Gunnar bendir á að strengir og rör á vegum Orkuveitunnar liggi víða um bæinn og að fyrirtækiið hafi hingað til ekki greitt krónu fyrir það til Kópavogsbæjar. Hann veltir því einnig upp hvort til greina komi fyrir bæinn að stofna Rafveitu Kópavogs. „Það er ekkert mál fyrir okkur að stofna eigin rafveitu. Nú þegar búið er að skilja á milli framleiðslu og flutnings á raforku þá er ekkert sem segir að við getum ekki bara dreift þessu sjálfir."Gunnar segist ekkert hafa á móti hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar sem slíkri. „En ef þetta á að verða svona, að menn fari að rukka ótæpilega fyrir allt þá er tími til að staldra við og þess vegna óskaði ég eftir þessum fundi með borgarstjóra," segir Gunnar. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir augljóst að stefnubreyting hafi orðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið. Hann segir fyrirtækið rukka ótæpilega fyrir verk sem áður var ekki rukkað fyrir. Hann tekur ný dæmi af Nýbýlavegi og Dalvegi þar sem Orkuveitan hafi farið fram á margar milljónir króna fyrir að færa til lagnir á þeirra vegum. Hann hefur óskað eftir fundi um málið við borgarstjóra Reykjavíkur.Gunnar segir málið ekki snúast um gjaldskrá Orkuveitunnar en upplýsingafulltrúi OR hefur sagt í fjölmiðlum að hann skilji ekki hvað bæjarstjórinn eigi við þar sem engar gjaldskrárbreytingar hafi verið gerðar. „Þetta mál snýst ekki um gjaldskránna heldur hvað það kostar að fá fyrirtækið til þess að færa til strengi sem þarf að flytja úr stað," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi þetta verið gert án endurgjalds nema um stórar aðgerðir hafi verið að ræða. „Undanfarið hefur það hins vegar verið þannig að þegar við biðjum um færslu á strengjum til þess að þeir lendi ekki undir þegar verið er að leggja nýja vegi, þá krefjast þeir stórra upphæða fyrir viðvikið." Gunnar segist ekki vilja nefna nákvæmar tölur í þessu sambandi en hann segir að um margar milljónir sé að ræða.Gunnar bendir á að strengir og rör á vegum Orkuveitunnar liggi víða um bæinn og að fyrirtækiið hafi hingað til ekki greitt krónu fyrir það til Kópavogsbæjar. Hann veltir því einnig upp hvort til greina komi fyrir bæinn að stofna Rafveitu Kópavogs. „Það er ekkert mál fyrir okkur að stofna eigin rafveitu. Nú þegar búið er að skilja á milli framleiðslu og flutnings á raforku þá er ekkert sem segir að við getum ekki bara dreift þessu sjálfir."Gunnar segist ekkert hafa á móti hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar sem slíkri. „En ef þetta á að verða svona, að menn fari að rukka ótæpilega fyrir allt þá er tími til að staldra við og þess vegna óskaði ég eftir þessum fundi með borgarstjóra," segir Gunnar.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira