Erlent

Leitar að málverki da Vincis

Falin vísbending Cerca, trova þýðir leitið og þér munið finna.
Falin vísbending Cerca, trova þýðir leitið og þér munið finna. MYND/AP

Ítalinn Maurizio Seracini hefur fengið leyfi frá yfirvöldum í Flórensborg til að skanna veggi Veccio-hallarinnar. Höllin er í dag ráðhús Flórensborgar.

Fyrir 30 árum fann Maurizio Seracini vísbendingu þess efnis að málverk eftir Leonardo da Vinci væri falið í leynihólfi í einum af veggjum Veccio- hallarinnar. Vísbendinguna fann hann falda á málverki sem hangir í aðalsal hallarinnar.

Málverkið sem leitað er að er af orrustunni í Chianadal og var á sínum tíma talið eitt fallegasta verk da Vincis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×