Englandsdrottning í Hvíta húsinu Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 13:00 Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira