Erlent

Fyrstu myndirnar af nýrri prinsessu birtar í Danmörku

MYND/Polfoto

Danska konungsfjölskyldan birti í morgun fyrstu opinberu myndirnar af nýfæddri prinsessu þeirra Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu. Þær sýna meðal annars að stúlkan, sem fæddist þann 21. apríl, er hárprúð og virðist þegar hafa lært að brosa til ljósmyndara.

Ákveðið hefur verið að skíra stúlkuna litlu þann 1. júlí næstkomandi og þá kemur í ljós hvort hún verður nefnd eftir ömmu sinni, Margréti Danadrottningu, eða jafnvel langömmunni Ingiríði en samkvæmt hefðum dönsku konungsfjölskyldunnar fær hún fjögur nöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×