Erlent

Kibaki lýstur sigurvegari kosninganna í Kenýa

Yfirkjörstjórn í Kenýa lýsti Mwai Kibaki, forseta landsins, sigurvegara í forsetakosningunum, sem fram fóru þar í landi um helgina. Hann hefur þegar svarið embættiseið. Áður hafði Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sakað Kibaki um kosningasvik. Stjórnarandstaðan sagði það ekki vera einleikið hversu langan tíma tók að tilkynna um úrslit. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga hafði hvatt forsetann til að viðurkenna ósigur sinn eða leyfa endurtalningu atkvæða.

Kosningaeftirlitsmenn Evrópusambandsins setja stórt spurningamerki sé við talningu atkvæða. Víða hafi eftirlitsmönnum verið úthýst af talningastöðum. Þeir segja sömuleiðis að furðumikil kosningaþátttaka hafi verið á svæðum þar sem forsetinn hefur mikinn stuðning, allt upp í 99 prósent. Óttast er að mikil reiði muni brjótast út nú þegar Kibaki hefur verið lýstur sigurvegari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×