Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu 9. mars 2007 18:24 Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira