Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu 9. mars 2007 18:24 Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira