Erlent

Viðbúnaður í Kaupmannnahöfn vegna frétta af ókeypis kaffi

Lögreglumenn hafa tekið sé stöðu fyrir framan verslunarhúsin Illum og Magasin du Nord í Kaupmannahöfn eftir skeytasendingar á milli Kaupmannahafnarbúa um að þar væri hægt að fá ókeypis kaffi latte eða mjólkurkaffi.

Að sögn Lillýjar Valgerðar Pétursdóttur, fréttamanns Vísis, sem stödd er í Kaupmannahöfn, óttast lögreglan að einhverjir þeirra mótmælenda sem látið hafa til sín taka í borginni vegna niðurrifs Ungdómshússins muni standa fyrir ólátum vegna þessa en fréttirnar af kaffinu fría munu hafa verið orðum auknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×