Okkar aðferð virkar vel 22. júní 2007 01:15 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, virðist skemmta sér vel á leik HK og KR. Grétari Hjartarsyni KR-ingi virðist ekki eins skemmt. fréttablaðið/valli Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira