Okkar aðferð virkar vel 22. júní 2007 01:15 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, virðist skemmta sér vel á leik HK og KR. Grétari Hjartarsyni KR-ingi virðist ekki eins skemmt. fréttablaðið/valli Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira