Enski boltinn

Heskey í byrjunarliðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen og Emile Heskey verða saman frammi á morgun samkvæmt BBC.
Michael Owen og Emile Heskey verða saman frammi á morgun samkvæmt BBC.

BBC heldur því fram að Emile Heskey verði í byrjunarliði enska landsliðsins sem mætir Ísrael á morgun. Þetta eru svo sannarlega óvænt tíðindi og örugglega einhverjir sem halda að nú sé Steve McClaren endanlega búinn að missa það.

Talið er að Heskey verði í framlínunni með Michael Owen en þeir voru á sínum tíma samherjar hjá Liverpool. Heskey leikur nú fyrir Wigan en hann lék síðast fyrir enska landsliðið á Evrópumótinu 2004.

Owen Hargreaves, miðjumaður Englandsmeistara Manchester United, er tæpur fyrir leikinn á morgun. Gareth Barry er til taks ef Hargreaves getur ekki tekið þátt í leiknum. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en á morgun.

McClaren hefur þegar staðfest að Steven Gerrard og markvörðurinn Paul Robinson verði í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×