Enski boltinn

Carragher stendur fastur á sínu

NordicPhotos/GettyImages

Varnarjaxlinn Jamie Carragher hjá Liverpool segist ekki ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hætta með enska landsliðinu þó nú sé kominn nýr landsliðsþjálfari.

Carragher ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í stjórnartíð Steve McClaren eftir að hann fékk fá tækifæri með liðinu og í gær var hann spurður hvort hann myndi endurskoða ákvörðun sína eftir að Fabio Capello tók við enska liðinu - en sá er sagður hafa miklar mætur á Carragher.

"Ég er ánægður með stöðu mála og sé ekki að það breytist neitt í framtíðinni," sagði Carragher í samtali við sjónvarpsstöð Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×