Erlent

Tilræði í París verk hugleysingja

MYND/AP

Michele Alliot-Marie, innanríksiráðherra Frakklands, fordæmdi í dag sprengjuárás sem gerð var á lögmannsskrifstofu í vesturhluta Parísar og sagði hana verk hugleysinga.

Ritari á lögmannsskrifstofunni lést og fimm aðrir særðust, þar af einn alvarlega, í sprengingunni sem varð á fjórðu hæð byggingar við Boulevard de Malesherbes. Innanríkisráðuneyti Frakklands greindi frá því að pakki hefði borist á lögmannsskrifstofu í byggingunni og þegar ritari á skrifstofunni opnaði hann sprakk pakkinn.

Þá gerði lögregla annan grunsamlegan pakka óvirkan og lokaði af svæði í kringum bygginguna. Ekki hefur verið greint frá því hvort einhver sé grunaður um verknaðinn.

Sprengingin varð í byggingu þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti starfaði sem lögræðingur áður en hann hellti sér út í stjórnmál.

Alliot-Maire innanríkisráðherra var stödd í Brussel þegar tilræðið var gert en hefur ákveðið að snúa heim vegna þess. Borgarstjórinn í París, Bertrand Delanoe, heimsótti vettvanginn í dag og sagði að árásin væri glæpsamlegt athæfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×