Erlent

Kasparov dæmdur í fangelsi

Kasparov á blaðamannafundi eftir að honum og öðrum stjórnarandstæðingum var bannað að fljúga til Samaraborgar þar sem ESB fundaði með Rússlandi í október.
Kasparov á blaðamannafundi eftir að honum og öðrum stjórnarandstæðingum var bannað að fljúga til Samaraborgar þar sem ESB fundaði með Rússlandi í október. MYND/AFP

Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gærkvöldi dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu í gær.

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar nokkrir stjórnarandstæðingar ákváðu að ganga fylktu liði að höfuðstöðvum kjörstjórnar í höfuðborginni. Það hafði lögregla bannað.

Um 60 mótmælendur, auk Kasparovs, voru handteknir. Um þrjú þúsund stjórnarandstæðingar úr ýmsum fylkingum tóku þátt í mótmælunum sem beint var gegn Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, og stjórnarháttum hans.

Fimmtíu mótmælendur til viðbótar voru svo handteknir í Sánkti Pétursborg í morgun þar sem önnur mótmælaganga fór fram. Kosið er til þing í landinu eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×