Erlent

Skóli utan Gautaborgar brann til kaldra kola

Eldur teygir sig út um glugga á húsi.
Eldur teygir sig út um glugga á húsi. MYND/Getty Images

Grunnskóli í Gråbo í Lerum - rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð - brann til kaldra kola í morgun. Talið er að kveikt hafi verið í skólahúsinu. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í morgun og réðu slökkvuliðsmenn ekki við neitt.

Enn logar í rústum skólabyggingarinnar og er óttast að eldtungurnar teygi sig í nærliggjandi hús. Allt er gert til að koma í veg fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×