Erlent

Rudd tekur við sem forsætisráðherra Ástralíu

Kevin Rudd ávarpaði stuðningsmenn sína með eiginkonu sína Theresu sér við hlið.
Kevin Rudd ávarpaði stuðningsmenn sína með eiginkonu sína Theresu sér við hlið. MYND/AFP

Kevin Rudd og Verkamannaflokkur Ástralíu sem hefur verið í stjórnarandstöðu vann þingkosningar í landinu með miklum yfirburðum í dag. John Howard sem verið hefur forsætisráðherra í 11 ár hverfur úr embætti og á einnig á hættu að missa þingsæti sitt.

Rudd sagði í dag að hann yrði forsætisráðherra allra Ástrala. Ásamt eiginkonu og fjölskyldu sagði hann stuðningsmönnum sínum; „Í dag hefur Ástralía horft til framtíðar."

Howard óskaði Rudd velfarnaðar í nýju embætti. Stjórnmálaskýrendur segja að helstu breytingar á stefnumálum Rudd verði meðal annars þær að kalla ástralskt herlið heim frá Írak og undirritun Kyoto samkomulagsins um loftslagsbreytingar.

Þegar 75 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Verkamannaflokkurinn 53 prósent atkvæða. en flokkur hans stjórnarflokkarnir fengu 46,5 prósent atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×