Innlent

Tveir úr Fáskrúðsfjarðarmáli hafa áður siglt skútu til Íslands

Andri Ólafsson skrifar
Þeir Guðbjarni Traustason og Einar Jökull Einarsson sigldu þessari skútu til Íslands árið 2005. Þeir voru báðir handteknir í september þegar önnur skúta, hlaðin fíkniefnum, var tekin í Fáskrúðsfjarðarhöfn.
Þeir Guðbjarni Traustason og Einar Jökull Einarsson sigldu þessari skútu til Íslands árið 2005. Þeir voru báðir handteknir í september þegar önnur skúta, hlaðin fíkniefnum, var tekin í Fáskrúðsfjarðarhöfn.
Vísir hefur fyrir því öruggar heimildir að Guðbjarni Traustason, sem sigldi seglskútu fullri af fíkniefnum til Fáskrúðsfjarðar um miðjan september, hafi siglt seglskútu hingað til lands haustið 2005.

Sömu heimildir herma að lögreglan gruni að í þeirri ferð hafi verið smyglað töluverðu magni af fíkniefnum til landsins.

Í kjölfarið á Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða hefur lögreglan rannsakað ferðir skútunnar Lucky Day sem kom hingað til lands árið 2005. Vísir hefur áður fengið það staðfest að einn höfuðpaura Fáskrúðsfjarðarmálsins, Einar Jökull Einarsson, hafi verið um borð í Lucky Day árið 2005.

Vísir hefur nú fengið það staðfest að Guðbjarni Traustason, sjómaður úr Sandgerði, hafi verið með í för.

Ekki er vitað hversu mikið af fíkniefnum voru flutt til landsins með Lucky Day en grunur leikur á að smyglið í september hafi verið fjármagnað með sölugróðanum af fíkniefnunum þeirri ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×