Erlent

Segja Musharraf ekki löglega kjörinn forseta

Andstæðingar Musharrafs, forseta Pakistans, gengu um götur höfuðborgarinnar Islamabad í morgun og mótmæltu ákvörðun hæstaréttar að heimila honum að taka við embætti sem löglega kjörinn forseti landsins.

Margir mótmælendur voru lögfræðingar sem hafa verið í forystu fyrir andófsöflum í Pakistan undanfarið. Eftir að kjör Musharrafs sem forseti var kærð til hæstaréttar lét Musharraf reka dómara sem ekki voru hliðhollir honum, þeirra á meðal forseta hæstaréttar.

Nýskipaður réttur úrskurðaði svo forsetanum í vil í síðasta kærumálinu í morgun. Musharraf segist nú munu hætta sem yfirmaður heraflans. Hann hefur ráðið lögum og lofum í Pakistan síðan hann rændi völdum fyrir átta árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×