Erlent

Danska lögreglan ræðst gegn vændi og mansali

Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða á Vestrbrú seint í gærkvöldi gegn skipulagðri vændisstarfsemi og mannsali með konur. Alls voru 53 handteknir.

Aðgerðin var stór í sniðum og tóku um hundrað lögreglumenn þátt í henni. Að minnsta kosti 40 vændiskonur voru handteknar bæði á götum úti og inn á börum og klúbbum í hverfinu. Auk þeirra voru 13 menn af erlendum uppruna handteknir.

Vaktstjóri lögreglustöðvarinnar á Vesterbrú segir að ákveðið hafi verið að framkvæma þessa aðgerð þrátt fyrir að yfirvöld hafi beðið lögregluna um að draga aðeins úr handtökum þar sem fleiri mál eru nú til meðferðar fyrir dómstólum en réttarkerfið ráði vel við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×