Erlent

Skemmdarverk á TVG lestunum í Frakklandi

Þær fregnir berast nú frá Frakklandi að fjöldi skemmdarverka hafi verið unnin á TGV hraðlestarkerfinu þar í landi, en tekist hefur að halda þessu kerfi gangandi í verkfallinu.

Þetta hefur valdið miklum seinkunum á áætlunum lestanna í morgun til viðbótar þeim truflunum, sem orðið hafa vegna verkfalls annarra lestarstarfsmanna í landinu.

Talsmaður TGV lestanna segir að þeim hafi áður borist aðvaranir um að herskáir meðlimir í félagi lestarstarfsmanna myndu láta til skarar skríðar gegn TGV lestunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×